Menntastefna
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1829
26. júní, 2019
Annað
Fyrirspurn
4. liður frá fundi fræðsluráðs 19.júní sl.
Skýrsla starfshóps um gerð menntastefnu Hafnarfjarðar lögð fram. Tillögur kynntar og lagðar fram til samþykktar. Erindisbréf um stofnun stýrishóps lagt fram til samþykktar. Auk þess sem þekkingarskýrsla um námsferð grunnskólastjórnenda til Banff er lög fram. Ferðin var farin í tengslum við hlutverk þeirra sem faglegir leiðtogar sem er hluti af áframhaldandi vinnu við gerð og innleiðingu menntastefnu.
Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um vinnulag við gerð menntastefnu Hafnarfjarðar og vísar til frekari samþykkis í bæjarstjórn. Fræðsluráð leggur jafnframt meðfylgjandi erindisbréf fram til kynningar og frekari samþykkis á næsta fundi ráðsins í ágúst.
Svar

Til máls tekur Kristín María Thoroddsen. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson.

Einnig tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson og til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen. Friðþjófur Helgi svarar andsvari. Einnig til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson.

Þá tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir.

Einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu um vinnulag við gerð menntastefnu Hafnarfjarðar.