Hjallastefnan, starf fyrir 5 ára börn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1818
9. janúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
4.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 19.desember sl. Samkomulag við Hjallastefnuna um tímabundið samkomulag vegna rekstur 5 ára leikskóladeildar lagt fram til samþykktar.
Fræðsluráð samþykkir fyrir sitt leyti tímabundna stækkun á samningi milli Hjalla og Hafnarfjarðarbæjar og vísar samningi þessum til samþykktar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Svar

Friðþjófur Karlsson tekur til máls. Til adnsvars kemur Kristín Thoroddsen.

Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Kristín Thoroddsen. Andsvari svarar Adda María Jóhannsdóttir. Kristín Thoroddsen kemur að andsvari öðru sinni.

Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Kristín Thoroddsen.

Adda María kemur til máls öðru sinni.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samkomulag við Hjallastefnuna með 9 greiddum atkvæðum og þau Adda María Jóhannsdóttir og Friðþjófur Helgi Karlsson sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

Bæjarfulltrúi Bæjarlistans leggur til að fræðsluráð skoði hvort þessi breyting á samningi um leikskóla Hjalla kalli á endurskoðun á samningi um rekstur Grunnskóla Hjallastefnunnar, m.t.t. fjölda nemenda hverju sinni.

Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingar ítreka og minna á mikilvægi þess að hugað sé að öllum hverfum bæjarins þegar kemur að þeirri mikilvægu grunnþjónustu sem leikskólar eru.

Adda María Jóhannsdóttir
Friðþjófur Helgi Karlsson