Nýting skattstofna
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3508
22. nóvember, 2018
Annað
Fyrirspurn
17.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 14.nóvember sl. Lögð fram tillaga Samfylkingar við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun.
Tillaga 10 - Nýting skattstofna
Lögbundin verkefni sveitarfélaga eru fjölmörg og mikilvægt að þeim sé sinnt. Þar sem framlögð fjárhagsáætlun sýnir að ekki verði hægt að ráðast í öll þau verkefni sem sveitarfélagið stendur frammi fyrir legga fulltrúar Samfylkingarinnar til að Hafnarfjarðarbær nýti leyfilegt útsvarshlutfall og endurskoði lækkun á álagningarstofni fasteignaskatta á atvinnueignir. Þessir skattstofnar eru sveitarfélaginu mikilvægir til að geta staðið straum af þeim fjölmörgu verkefnum sem fyrir liggja en hafa lítil áhrif á hinn almenna bæjarbúa.
Tillögunni er vísað til bæjarráðs.
Svar

Tillögunni er hafnað. Bæjarráð telur mikilvægt að álögur á einstaklinga og fyrirtæki hækki ekki. Umtalsverð lækkun á álagningarhlutfalli fasteignaskatts er fyrst og fremst til að koma til móts við mikla hækkun á fasteignamati í Hafnarfirði. Það er mat fulltrúa meirihlutans að lægra álagningarhlutfall fasteignaskatts komi íbúum og fyrirtækjum vel, bæti aðstæður fyrirækjanna og styðji við fjölbreytt atvinnulíf í bæjarfélaginu.

Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram svohljóðandi bókun:
Eins og fram kemur í framlagðri tillögu eru lögbundin verkefni sveitarfélaga fjölmörg og mikilvægt að þeim sé sinnt. Bent hefur verið á uppsafnaðan vanda í félagslega húsnæðiskerfinu og á þeim grunni lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar til að farið yrði í hraðari uppbyggingu þar en núverandi áætlanir gera ráð fyrir. Einnig hafa fulltrúar Samfylkingarinnar lagt til tillögur inn í járhagsáætlunarvinnuna sem við teljum mikilvægar í þjónustu við bæjarbúa, m.a. aukna sálfræðiþjónustu fyrir ungt fólk, uppbyggingu á leikskóla o.fl. Við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun kom einnig fram að taka hefði þurft verkefni út af upphaflegri framkvæmdaáætlun þar sem ekki væru fjármunir til að sinna þeim. Það er óskiljanlegt að sveitarfélagið afsali sér skattekjum þegar svo mörg brýn verkefni liggja fyrir. Þeir fjármunir sem um ræðir eru ekki stórar fjárhæðir á hvern bæjarbúa en geta munað miklu þegar allt er talið í tekjum sveitarfélagsins.
Adda María Jóhannsdóttir

Bókanir og gagnbókanir
  • Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram svohljóðandi bókun:
    Eins og fram kemur í framlagðri tillögu eru lögbundin verkefni sveitarfélaga fjölmörg og mikilvægt að þeim sé sinnt. Bent hefur verið á uppsafnaðan vanda í félagslega húsnæðiskerfinu og á þeim grunni lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar til að farið yrði í hraðari uppbyggingu þar en núverandi áætlanir gera ráð fyrir. Einnig hafa fulltrúar Samfylkingarinnar lagt til tillögur inn í járhagsáætlunarvinnuna sem við teljum mikilvægar í þjónustu við bæjarbúa, m.a. aukna sálfræðiþjónustu fyrir ungt fólk, uppbyggingu á leikskóla o.fl. Við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun kom einnig fram að taka hefði þurft verkefni út af upphaflegri framkvæmdaáætlun þar sem ekki væru fjármunir til að sinna þeim. Það er óskiljanlegt að sveitarfélagið afsali sér skattekjum þegar svo mörg brýn verkefni liggja fyrir. Þeir fjármunir sem um ræðir eru ekki stórar fjárhæðir á hvern bæjarbúa en geta munað miklu þegar allt er talið í tekjum sveitarfélagsins.