Síðastliðin tvö ár hefur verið sérstök áhersla á að fjölga félagslegum íbúðum í Hafnarfirði eftir langt stöðnunartímabil í þeim og uppsafnaða þörf. Árin 2017 og 2018 hefur verið keypt 22 íbúð og áfram er gert ráð fyrir framlagi að fjárhæð 500 milljónir króna á ári til fjárfestingar í félagslega húsnæðiskerfinu á árunum 2019 til 2022.
Fulltrúi Samfylkingar leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingarinnar óskar bókað:
Sú uppbygging á félagslegu húsnæði sem farið hefur verið í á síðustu tveimur árum er af hinu góða. Það er hins vegar ljóst í öllum samanburði að Hafnarfjörður þarf að gera mun betur til að takast á við vandann, en stór hópur fólks er á biðlista eftir félagslegu húsnæði og biðtíminn er langur. Það er miður að fulltrúar meirihlutans vilji ekki auka við framlög til kaupa á félagslegum íbúðum til að vinna hraðar á þeim uppsafnaða vanda sem við stöndum frammi fyrir.
Adda María Jóhannsdóttir