Skuldbreyting lána Íslandsbanka
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1819
23. janúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
5.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17.janúar sl. Lagður fram lánasamningur vegna skuldbreytinga á lánum við Íslandsbanka hf.
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi bókun:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að taka óverðtryggð lán hjá Íslandsbanka að andvirði 2.610.000.000- króna, sbr. framlagðan lánasamning. Andvirði lána verður ráðstafað til fullnaðargreiðslu lánasamninga hjá Íslandsbanka og er því einungis um endurfjármögnun/skuldbreytingu lána að ræða. Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Íslandsbanka sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns."
Svar

Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir samhljóða hér með að taka óverðtryggð lán hjá Íslandsbanka að andvirði 2.610.000.000- króna, sbr. framlagðan lánasamning. Andvirði lána verður ráðstafað til fullnaðargreiðslu lánasamninga hjá Íslandsbanka og er því einungis um endurfjármögnun/skuldbreytingu lána að ræða.
Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Íslandsbanka sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.