Ólöglegt húsnæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 667
18. desember, 2018
Annað
Fyrirspurn
Tekin til umræðu á ný búseta í atvinnuhúsnæði. Lagt fram til kynningar minnisblað Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins um kortlagningu óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði dags. 2. júní 2017.
Svar

Fulltrúar Bæjarlistans, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Miðflokks leggja áherslu á að Hafnarfjarðarbær hraði vinnu við samantekt á ólöglegri búsetu í atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði. Með vísan til stórra bruna atvinnuhúsnæðis í bænum fyrir skömmu og umfjöllunar Kveiks um aðbúnað erlends verkafólks er ljóst að það er ekki forsvaranlegt að fólk búi við slíkar aðstæður.
Mannslíf kunna að vera í húfi. Við leggjum því ríka áherslu á að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar hið fyrsta í samvinnu við aðra aðila er að málinu koma. Annað er ábyrgðarleysi sem Hafnarfjarðarbær á ekki að láta viðgangast.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra bóka eftirfarandi:
Fjölgun í óleyfisbúsetu innan Hafnarfjarðar er töluverð, skv. minnisblaði slökkviliðsins. Í einhverjum tilvikum eru eldvarnir í lagi en dæmi eru líka um að svo sé ekki. Það er því mikilvægt að greina vandann og bregðast við flóknum veruleika.