Reykjanesbraut í Hafnarfirði, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna tvöföldunar
Reykjanesbraut
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1819
23. janúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.janúar sl. Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi til að tvöfalda kaflann á Reykjanesbraut frá Kaldársselsvegi og vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót með því að byggja nýja akbraut sunnan núverandi vegar. Fulltrúar Vegagerðarinnar og Eflu mæta til fundarins og kynna framkvæmdina.
Með vísan í 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og umsókn Vegagerðarinnar, dags. 8.01.2018, um leyfi til framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi samþykkir skipulags- og byggingarráð framkvæmdaleyfið fyrir sitt leyti. Jafnframt leggur skipulag- og byggingarráð því til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hún samþykki framangreint framkvæmdaleyfi með vísan til 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Svar

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Einnig tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Ólafur Ingi og næst til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Friðþjófur Helgi svarar andsvari.

Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Einnig til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir og þá Ágúst Bjarni Garðarsson. Adda María svarar næst andsvari.

Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum að gefið verði út framkvæmdaleyfi vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 197313 → skrá.is
Hnitnúmer: 10121182