Til máls tekur Kristín Thoroddsen og leggur til að málinu verði vísað aftur til fræðsluráðs til kostnaðargreiningar og frekari úrvinnslu. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir.
Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson.
Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri kemur til andsvars. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari.
Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Adda María svarar andsvari.
Til máls öðru sinni tekur Friðþjófur Helgi Karlsson. Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars.
Til máls öðru sinni tekur Kristín Thoroddsen.
Forseti ber upp framkomna tillögu um að málinu verði vísað aftur til fræðsluráðs til kostnaðargreiningar og frekari úrvinnslu og er hún samþykkt með 9 atkvæðum gegn 2.
Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:
Það eru gífurleg vonbrigði að tillaga okkar um hækkun á frístundastyrkjum sem fræðsluráð samþykkti sé ekki afgreidd hér í dag. Með því að málið fari ekki inn á fjárhagsáætlun er engin trygging fyrir því að styrkirnir verði hækkaðir á næsta ári.
Adda María Jóhannsdóttir
Friðþjófur Helgi Karlsson
Einnig kemur Guðlaug Kristjánsdóttir að svohljóðandi bókun:
Undirrituð ítrekar ábendingu sína um að samfara vinnslu þessarar tillögu þarf að skoða þá hlið frístundastyrkja sem snýr að eldri borgurum og vinna málið áfram í fjölskylduráði.
Guðlaug S Kristjánsdóttir
bæjarfulltrúi Hafnarfjarðarbæ