Rútustæði í miðbæ Hafnarfjarðar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 668
15. janúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Áskorun Ferðamálasamtaka Hafnarfjarðar frá 14. nóvember 2018 var vísað til skipulags- og byggingarráðs frá menningar- og ferðamálanefnd sem tekur undir mikilvægi þess. Áskorunin er svohljóðandi: "Í miðbæ Hafnarfjarðar vantar alveg rútustæði. Þar eru vissulega stoppustöðvar þar sem farþegar geta farið úr og í rúturnar. Það er hins vegar mikilvægt að bæta úr því að hafa rútustæði þannig að rútur geti beðið á meðan farþegarnir skoði miðbæ Hafnarfjarðar, fái sér að borða og versli af þeim fjölmörgu verslunum sem eru þar."
Svar

Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til vinnslu miðbæjarskipulags og felur skipulagsfulltrúa að vinna að lausn til bráðabirgða.