Hafnarfjarðarlína HF1, umsókn um framkvæmdaleyfi til að endurnýja háspennustreng HF1 við Reykjanesbraut
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 668
15. janúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Landsnet sækir um framkvæmdaleyfi með bréfi dags. 17.12.2018 til að leggja jarðstreng á um 1.km. kafla og breyta stofnlögn Vatnsveitu vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar frá Kaldársselsvegi og vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót. Fulltrúar Vegagerðarinnar og Eflu mæta til fundarins og kynna framkvæmdina.
Svar

Með vísan í 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og umsókn Landsnets, dags. 17.12.2018, um leyfi til framkvæmda vegna jarðstrengs og breytingar á stofnlögn vatns vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi samþykkir skipulags- og byggingarráð framkvæmdaleyfið fyrir sitt leyti. Jafnframt leggur skipulag- og byggingarráð til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hún samþykki framangreint framkvæmdaleyfi með vísan til 11.gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.