Færsla lagna við Reykjanesbraut, framkvæmdarleyfi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 668
15. janúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
VSB f.h. Veitna og HS veitna sækir um framkvæmdaleyfi með bréfi dags. 10.01.2019 til að leggja nýjar veitulagnir samhliða Reykjanesbraut vegna tvöföldunar hennar á kafla frá Kaldársselsvegi og vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót. Fulltrúar VSB mæta til fundarins og kynna framkvæmdina.
Svar

Með vísan í 11.gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og umsókn VSB f.h. Veitna og HS veitna, dags. 10.01.2019, um leyfi til að leggja nýjar veitulagnir vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi samþykkir skipulags- og byggingarráð framkvæmdaleyfið fyrir sitt leyti. Jafnframt leggur skipulags- og byggingarráð til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hún samþykki framangreint framkvæmdaleyfi með vísan til 11.gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.