Umhverfis- og framkvæmdaráð sendi í maí 2018 tillögur að leiðakerfisbreytingum innanbæjaraksturs og breytingum á leið 21 til umfjöllunar hjá sérfræðingum og stjórn Strætó. Nú liggur fyrir að tillögurnar hafa fengið umfjöllun og greiningu hjá sérfræðingum og stjórn byggðasamlagsins.
Sérstaklega er horft til þess að í dag er ekki um að ræða neina þjónustu Strætó bs. við vaxandi iðnaðarhverfi á Völlum en við uppbyggingu þar horfa hagsmunaaðilar, bæði opinber fyrirtæki/stofnanir og þjónustufyrirtæki til þess hvenær fyrirhugað er að Strætó bs. muni hefja þjónustu á svæðinu. Enn fremur hafa aðilar sem nú þegar hafa byggt upp aðstöðu á svæðinu ítrekað óskað eftir þjónustu inn á svæðinu.