Fundargerðir 2019, til kynningar í bæjarstjórn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1829
26. júní, 2019
Annað
‹ 16
17
Fyrirspurn
Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 19. júní sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 18. júní sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 19. júní sl. a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 12.júní sl. Fundargerðir bæjarráðs frá 11. og 20. júní sl. a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 11.júní sl. b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 11.júní sl. c. Fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 7.júní sl. d. Fundargerð stjórnar SSH frá 3.júní sl. Fundargerð forsetanefndar frá 24.júní sl.
Svar

Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir undir lið 2 í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 19. júní sl. sem og mál 11 og 12 frá fundi fræðsluráðs frá 19. júní sl. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen. Adda María svarar andsvari og kemur að svohljóðandi fyrirspurn:

"Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, óskar eftir svörum við því hversu margir sóttu um leikskólastjórastöðu í Hraunvallaskóla sem var til afgreiðslu á fundi fræðsluráðs þann 19. júní sl."

Einnig til andsvars við ræðu Öddu Maríu kemur Ingi Tómasson. Adda María svarar andsvari.