Fundargerðir 2019, til kynningar í bæjarstjórn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1831
4. september, 2019
Annað
‹ 6
7
Fyrirspurn
Fundargerð fjölskylduráðs frá 30.ágúst sl. Fundargerð bæjarráðs frá 29.ágúst sl. a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 14.ágúst sl. b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 22.ágúst sl. c. Fundargerð stjórnar SSH frá 19.ágúst sl. d. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 16.ágúst sl. Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 28.ágúst sl. a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 19.júlí sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 27.ágúst sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 28.ágúst sl. Fundargerð forsetanefndar frá 2.sept. sl.
Svar

Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir undir fundargerð fræðsluráðs frá 28. ágúst sl. sem og fundargerð fjölskylduráðs frá 30. ágúst sl. Leggur Guðlaug fram svohljóðandi bókun:

Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar þann 20. júní 2018 lagði bæjarfulltrúi Bæjarlistans fram eftirfarandi tillögu: "Fjölgun úrræða fyrir fólk með heilabilun Óskað verði eftir samstarfi við félagasamtök (Alzheimersamtökin) um opnun nýrrar dagdvalar fyrir fólk með heilabilun, til viðbótar við þá þjónustu sem veitt er í Drafnarhúsi og í þeim sama anda. Horft verði til þjónustukjarna við Sólvang varðandi staðsetningu."

Tillögunni var vísað til umfjöllunar í fjölskylduráði og fékk hún númerið 1806356 - Fjölgun úrræða fyrir fólk með heilabilun. Stofnaður var starfshópur um málið sem skilaði tillögum til ráðsins. Tillögugerð í framhaldinu hljóðaði upp á að ekki yrði horft til Sólvangssvæðisins heldur Drafnarhússins varðandi aukna starfsemi. Þær tillögur náðu ekki fram að ganga, en þrýstingur af hálfu bæjarins varð hins vegar til þess að úthlutun fékkst frá Heilbrigðisráðuneyti á 12 nýjum rýmum í þágu aldraðra. Nú, rúmu ári frá upphaflegri tillögu minni hefur hún gengið í endurnýjun lífdaga, en láðst hefur að geta upprunans. Því er hér áréttað að um er að ræða samþykkt fjölskylduráðs á tillögu bæjarfulltrúa Bæjarlistans frá júní 2018. Undirrituð fagnar því og vonast til að verkefnið fái rösklega framgöngu og verði að veruleika sem fyrst.

Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen. Einnig kemur Helga Ingólfsdóttir til andsvars.

Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson undir fundargerð fjölskylduráðs frá 30. ágúst sl.

Einnig tekur til máls Valdimar Víðisson undir fundargerð fjölskylduráðs frá 30. ágúst sl.

Þá tekur Helga Ingólfsdóttir til máls undir fundargerð fjölskylduráðs frá 30. ágúst sl.

Einnig tekur Adda María til máls undir 5. lið í fundargerð bæjarráðs frá 29. ágúst sl.