Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 754
15. mars, 2022
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð 104. fundar.
Svar

Skipulags- og byggingarráð tekur undir bókun fulltrúa Hafnarfjarðar í svæðisskipulagsnefnd. "Fulltrúar Hafnarfjarðar vekja athygli á að Ofanbyggðavegur er skilgreindur í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins sem stofnvegur. Elliðavatnsvegur/Flóttamannavegur frá Hafnarfirði í Kópavog liggur að stórum hluta í væntanlegri legu Ofanbyggðavegar, sama á við ef Elliðavatnsvegi/Flóttamannavegi yrði breytt í stofngötu.
Fulltrúar Hafnarfjarðar benda á að skilgreining á Elliðavatnsvegi/Flóttamannavegi sem skilavegi gengur gegn samþykktu svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og mælast til þess við Alþingi og Vegagerðina að Elliðavatnsvegur/Flóttamannavegur sé ekki skilgreindur sem skilavegur og verði því áfram í umsjón Vegagerðarinnar."