Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, fyrirspurn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3526
29. ágúst, 2019
Annað
Fyrirspurn
4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 15.ágúst sl. 4. liður úr fundargerð bæjarstjórnar 6. febrúar sl. 6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 29.janúar sl. Þann 24. janúar barst erindi frá Vegagerðinni þar sem óskað er eftir afstöðu Hafnarfjarðarbæjar vegna fyrirhugaðrar lokunar syðri hluta Bláfjallavegar, suður undir Leiðarenda, og lagfæringar á norðurhluta Bláfjallavegar. Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Einnig tekur til máls Guðlaug Kritjánsdóttir. Því næst Sigurður Þ. Ragnarsson, og þarnæst Helga Ingólfsdóttir. Sigurður Þ. Ragnarsson kemur að andsvari. Ólafur Ingi Tómasson kemur einnig að andsvari. Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson. Einnig tekur til máls Kristín Thoroddsen. Rósa Guðbjartsdóttir tekur til máls. Hún ber upp tillögu um að vísa málinu til bæjarráðs til umfjöllunar. Tillagan samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum
Til fundarins mæta Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri, Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri og Páll Stefánsson heilbrigðisfulltrúi frá Heilbrigðiseftirliti og Bryndís Skúladóttir frá VSÓ.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna. Málinu er frestað til næsta fundar bæjarráðs og jafnframt er bæjarstjóra falið að vinna í málinu á milli funda í samræmi við þær umræður sem fram fóru á fundinum.
Svar

Bæjarráð fellst á að syðri hluta Bláfjallavegar verði lokað að sinni vegna vatnsverndarsjónarmiða, frá Leiðarenda austur að afleggjara 417-01. Að mati bæjarráðs er þörf á frekara umhverfis- og áhættumati á vegarkaflanum og er óskað eftir því að Umhverfis- og framkvæmdaráð láti vinna slíkt mat sem liggi fyrir í síðasta lagi fyrir árslok 2021. Að því loknu verði teknar ákvarðanir um framtíð vegarins.