Fyrirspurn
Til afgreiðslu.
Tillaga að bókun bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur undir bókun Umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 16. Febrúar varðandi mikilvægi þess að opna Bláfjallaveg syðri og hefja undirbúning að endurbótum á þessum vegkafla.
Umhverfis og framkvæmdaráð ítrekar beiðni sína um að kostnaðarmat vegna syðri hluta Bláfjallavegar(417-02) Ráðið telur mikilvægt í ljósi umferðaröryggissjónarmiða að leiðin verði opnun. Gögn sýna að unnt er að gera endurbætur á þessari leið þannig að tryggt verði að umferðaröryggissjónarmið vegna vatnsverndar séu fullnægjandi og það er því áréttað að heimild til lokunar var veitt tímabundið vegna forgangsröðunar verkefna Vegagerðarinnar í ljósi áforma um framkvæmdir á Bláfjallasvæðinu.