Skipulagsfulltrúi tekur jákvætt í fyrirspurnina miðað við þær forsendur sem þar koma fram og að uppfylltum skilmálum deiliskipulags, m.a. um byggingarmagn, bindandi byggingarlínur, lóðafrágang og nýtingarhlutfall, sem er skv. skilmálum allt að 0,6. Mælst er til að lóðir 3 og 5 verði fyrir valinu.
Vakin er athygli á að þegar tekið er jákvætt í fyrirspurn veitir það ekki heimild til að hefja framkvæmdir. Sækja þarf um deiliskipulagsbreytingu vegna sameiningar lóðanna og breytinga á byggingarreitum.