Kvistavellir 63, umsókn um byggingarleyfi
Kvistavellir 63
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1828
12. júní, 2019
Annað
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 4.júní sl. Brynja hússjóður lagði inn uppfærða aðaluppdrætti dags. 14.02.2019 teiknaða af Glámu/Kím arkitektum vegna lokaúttektar. Vegna mistaka við útsetningu húss á lóð á byggingartíma fór hluti húss út fyrir byggingarreit á norð-vestur horni hússins. Erindið var grenndarkynnt sem óveruleg breyting frá 29.03.2019-26.04.2019. Ein athugasemd barst. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð vegna framkominna athugasemda á fundi sínum þann 7. maí s.l. Lögð fram á ný greinagerð skipulagsfulltrúa dags. 6.05.2019.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingarnar sem felast í grenndarkynntum uppdráttum Glámu/Kím arkitektum dags. 14.02.2019 og að erindinu verði vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Svar

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Jón Ingi svarar andsvari. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson.

Tillagan samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum, einn bæjarfulltrúi er ekki í salnum.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 204433 → skrá.is
Hnitnúmer: 10086005