Glitvellir 37, tímaskilmálar og umgengni á lóð
Glitvellir 37
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 743
20. febrúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Athygli byggingarfulltrúa var vakin á umgengni á lóðinni Glitvellir 37. Engar framkvæmdir eru á lóðinni sem var seld 2016.
Svar

Lóðinni Glitvellir 37 var úthlutað árið 2006 og ekki hefur verið byggt á lóðinni samkvæmt skilmálum og nú eru settir nýjir framkvæmdaskilmálar:

a) að leggja inn fullunna aðaluppdrætti eigi síðar en 20. ágúst 2019
b) að ljúka gerð sökkulveggja eigi síðar en 20. febrúar 2020
c) að gera mannvirkið fokhelt og grjófjafna lóð fyrir 20. febrúar 2021
d) öryggisúttekt skal fara fram eigi síðar en 20. febrúar 2022

Lóðarhafi skal ganga endanlega frá lóð og bifreiðastæðum innan þriggja ára frá útgáfu öryggisvottorðs. Lokaúttektarvottorð verður ekki gefið út fyrr en gengið hefur verið frá mannvirki og lóð í samræmi við skilmála ÍST51, samþykkta aðaluppdrætti og lóðaruppdrætti skv. skilmálum deiliskipulags.
Verði ofangreind tímamörk ekki virt getur byggingarfulltrúi og mannvirkjastofnun beitt ákvæðum 56.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010, um dagsektir og framkvæmdir, á kostnað lóðarhafa. Dagsektir má innheimta með fjárnámi og hefur sveitarfélagið lögveð fyrir kröfu sinni í hinu ófullgerða mannvirki, byggingarefni og lóð sem um ræðir. Byggingarfulltrúi skal tilkynna byggingaraðila og byggingastjóra skriflega um ákvörðun þess efnis og veita andmælarétt áður en dagsektarákvæði er beitt.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 204354 → skrá.is
Hnitnúmer: 10085267