Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3536
16. janúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram svar við fyrirspurn um fasteignagjöld.
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Guðmundur Sverrisson rekstrarstjóri mæta til fundarins.
Svar

Lagt fram.

Adda María Jóhannsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:
Bókun: Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlögð svör. Þau sýna að hjá stórum hópi bæjarbúa hækka fasteignagjöld langt umfram það sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra hafa haldið fram á opinberum vettvangi. Minnisblað þar sem fyrirspurnum fulltrúa Samfylkingarinnar er svarað sýnir að fasteignagjöld aukast umfram 2,5% á milli ára á 67% fasteigna og um meira en 5% á 30% fasteigna. Í minnisblaðinu kemur einnig fram að hækkunin er mest á fjölbýlishúsaeignir, en 70% allra eigna í fjölbýli hækka umfram 2,5%.
Í umræðunni hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra fullyrt að fasteignagjöld í Hafnarfirði hækki ekki nema um 0,1%-3,5% að jafnaði. Nú er ljóst að hækkanirnar eru almennt og jafnaði meiri en það.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra leggja fram svohljóðandi bókun:
Fasteignamat hækkar milli ára hér í Hafnarfirði og það hækkar mismikið eftir hverfum. Við því var brugðist með því að lækka heildarálagningu fasteignagjalda og tryggja með þeim hætti að öll hækkun fasteignamats myndi ekki öll lenda á íbúum bæjarfélagsins. Því stjórnum við, en öðru ekki. Sú aðferðafræði sem nú er notuð við útreikning fasteignamats gerir okkur ómögulegt að stilla álagninguna af með þeim hætti að enginn fasteignaeigandi finni fyrir hækkun á fasteignamati og þar með einhverri breytingu á gjöldum. Ljóst er að hækkunin er mun minni, og í sumum tilvikum er um lækkun að ræða, en aðilar hafa haldið fram í opinberri umræðu, m.a. á fundum bæjarstjórnar.