Ásvallabraut, framkvæmdaleyfi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 672
12. mars, 2019
Annað
Fyrirspurn
Hafnarfjarðarbær sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð Ásvallabrautar frá Kaldárselsvegi að Skarðshlíð. Framkvæmdin felur í sér lagningu nýs vegar frá nýju hringtorgi við Kaldárselsveg að Nóntorgi í Skarðshlíð sem og gerð stíga og hljóðmana.
Svar

Með vísan í 11.gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og umsóknar umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar dags. 28.02.2019, samþykkir skipulags- og byggingarráð framkvæmdaleyfið fyrir sitt leyti. Jafnframt leggur skipulags- og byggingarráð til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hún samþykki framangreint framkvæmdaleyfi með vísan til 11.gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.