Ásvellir, Haukasvæði, breyting á Aðalskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1822
6. mars, 2019
Annað
Fyrirspurn
9.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 26.febrúar sl. Lögð fram skipulagslýsing Ask arkitekta dags. feb. 2019 vegna aðalskipulagsbreytingar er varðar landnotkunarflokk svæðisins.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða lýsingu dags. feb. 2019 og að málsmeðferð verði í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur skipulags- og byggingarráð til við bæjarstjórn að hún samþykki framangreinda skipulagslýsingu vegna breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2015.
Svar

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

Einnig tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson og svarar Sigurður næst andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Ólafur Ingi.

Næst til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson og Adda María svarar andsvari. Ólafur Ingi kemur til andsvars öðru sinni og svarar Adda María andsvari öðru sinni. Ólafur Ingi kemur að stuttri athugasemd sem og Adda María.

Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir. Guðlaug svarar andsvari. Adda María kemur til andsvars öðru sinni.

Næst tekur til máls Jón Ingi Hákonarson. Ólafur Ingi kemur til andsvars. Einnig kemur Adda María Jóhannsdóttir til andsvars.

Næst til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson.

Þá tekur til máls Ólafur Ingi Tómasson. Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars. Einnig kemur Friðþjófur Helgi Karlsson til andsvars. Ólafur Ingi svarar andsvari. Einnig kemur Jón Ingi Hákonarson til andsvars og svarar Ólafur Ingi andsvari. Þá kemur til andsvars Adda María Jóhannsdóttir.

Er næst gengið til atkvæða og samþykkir bæjarstjórn með níu greiddum atkvæðum fyrirliggjandi skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar er varðar landnotkunarflokk svæðisins. Þau Adda María og Friðþjófur Helgi sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

Sigurður Þ. Ragnarsson kemur að svohljóðandi bókun:

Bókun bæjarfulltrúa Miðflokksins, Sigurðar Þ. Ragnarssonar:

"Þar eð fyrir liggur að nokkur vinna sé þegar hafin við deiliskipulagstillögu samhliða aðalskipulagsbreytingu svæðisins sbr. fundargerð Skipulags- og byggingaráðs 7. nóvember 2018, leggur bæjarfulltrúi Miðflokksins sérstaka áherslu á metið verði sérstaklega möguleikar þess að fyrirhuguð ný íbúabyggð verði fyrir 50 ára og eldri. Ástæður þessa eru vegna álags á stoðkerfi bæjarhlutans, s.s. leikskóla- og grunnskóla. Slík íbúabyggð myndi einnig auka enn frekar á mikilvægi uppbyggingar heilsugæslu fyrir hverfið."

Þá kemur Adda María að svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingarinnra leggja fram svohljóðandi bókun:

"Undirrituð gera athugasemd við að gögn sem tengjast umræðunni um aðalskipulagsbreytinguna fylgi ekki málinu þrátt fyrir að eftir því hafi verið óskað. Það auðveldar fólki ekki að glöggva sig á þeim hugmyndum sem liggja til grundvallar og hanga saman við samþykkt hennar. Auk þess leggjum við áherslu á að skipulagsvaldið verði í höndum bæjarins og í takt við húsnæðisstefnu Hafnarfjarðarbæjar."

Adda María Jóhannsdóttir
Friðþjófur Helgi Karlsson

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingarinnra
    "Undirrituð gera athugasemd við að gögn sem tengjast umræðunni um aðalskipulagsbreytinguna fylgi ekki málinu þrátt fyrir að eftir því hafi verið óskað. Það auðveldar fólki ekki að glöggva sig á þeim hugmyndum sem liggja til grundvallar og hanga saman við samþykkt hennar. Auk þess leggjum við áherslu á að skipulagsvaldið verði í höndum bæjarins og í takt við húsnæðisstefnu Hafnarfjarðarbæjar."