Til máls tekur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir. Ingi svarar andsvaro og kemur þá Adda María næst til andsvars öðru sinni sem Ingi svarar einnig öðru sinni.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags og byggingarráðs með 9 atkvæðum en þau Adda María Jóhannsdóttir og Friðþjófur Helgi Karlsson sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.
Adda María gerir næst grein fyrir atkvæði sínu og kemur að svohljóðandi bókun:
Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar þann 18.9.2019 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna breytingar á nýtingu lóðar við Haukasvæðið. Við þá samþykkt hvatti fulltrúi Samfylkingarinnar til þess að teknar yrðu saman upplýsingar um áhrif fyrirhugaðra breytinga á umferðarflæði sem og leik- og grunnskóla á svæðinu áður en til afgreiðslu tillögunnar kæmi. Þar sem þær upplýsingar liggja ekki fyrir sitja fulltrúar Samfylkingarinnar hjá við afgreiðsluna.
Adda María Jóhannsdóttir
Friðþjófur Helgi Karlsson