Ásvellir, Haukasvæði, breyting á Aðalskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1832
18. september, 2019
Samþykkt
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 10.september sl. Lögð fram aðalskipulagsbreyting dags. sept. 2019 vegna breytinga á landnotkunarflokk svæðisins. Skipulagslýsing hefur hlotið meðferð samkv. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulag og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa framlagða aðalskipulagbreytingu í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar erindinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Svar

Til máls tekur Árni Rúnar Þorvaldsson og gerir grein fyrir hæfi sínu í málinu.

Árni Rúnar víkur af fundi undir þessum lið.

Næst til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson.

Einnig tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson og svarar Adda María andsvari. Ágúst Bjarni kemur þá til andsvars öðru sinni.

Næst til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson og svarar Guðlaug andsvari. Ágúst Bjarni kemur þá til andsvars öðru sinni sem Guðlaug svarar einnig örðu sinni.

Fundarhlé kl. 14:37.

Fundi framhaldið kl. 14:44.

Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls öðru sinni.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

Adda María leggur fram svohljóðandi bókun:

Undirrituð hvetur til þess að teknar verði saman upplýsingar um áhrif fyrirhugaðra breytinga á umferðarflæði sem og leik- og grunnskóla á svæðinu áður en kemur að afgreiðslu tillögunnar.

Adda María Jóhannsdóttir