Óseyrarbraut 25, deiliskipulagsbreyting
Óseyrarbraut 25
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1822
6. mars, 2019
Annað
Fyrirspurn
Liður 2 frá fundi Hafnarstjórnar þann 6. mars 2019.
Á fundi Skipulags- og byggingarráðs þann 26.02.2019 var lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina Óseyrarbraut 25.
Skipulags- og byggingráð samþykkti framlagða breytingu á deiliskipulagsuppdrætti Mönduls ehf. dags. feb. 2019 og að tillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt var lagt til við hafnarstjórn að staðfesta framangreinda samþykkt og gera tillögu til bæjarstjórnar til staðfestingar. Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt á umhverfis- og skipulagssviði kynnti skipulagstillöguna.
Hafnarstjórn tekur undir niðurstöðu Skipulags- og byggingarráðs þann 26.02. 2019 og leggur til við bæjarstjórn að staðfesta framangreinda samþykkt.
Svar

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn samþykkir með níu greiddum atkvæðum fyrirliggjandi samþykkt, þ.e. breytingar á fyrirliggjandi deiliskipulagsuppdrætti og að tillaga að breytingu á deiliksipulagi verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þær Guðlaug Kristjánsdóttir og Adda María Jóhannsdóttir sitja hjá við atkvæðagreisluna.

Adda María Jóhannsdóttir kmeur að svohljóðandi bókun fyrir hönd sín og Guðlaugar Kristjánsdóttur:

"Beiðni um að þetta mál yrði tekið á dagskrá með afbrigðum barst bæjarfulltrúum ekki fyrr en við upphaf fundar, kl. 14. Tækifæri til að rækja þá skyldu að kynna sér mál og taka til þeirra ábyrga afstöðu hefur því ekki gefist og sitja undirritaðar því hjá við afgreiðslu þess. Þessi vinnubrögð eru ekki til eftirbreytni og mikilvægt að þess sé gætt að þau endurtaki sig ekki.

Undir þetta rita Guðlaug S. Kristjánsdóttir og Adda María Jóhannsdóttir"





220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 207169 → skrá.is
Hnitnúmer: 10086017