Í ljósi fréttaflutnings af tvöföldun Reykjanesbrautar um Kapelluhraun hjá álverinu í Straumsvík óskar fulltrúi Samfylkingarinnar eftir eftirarandi upplýsingum:
1) Hve oft og hvenær hafa verið haldnir fundir undanfarin fjögur ár þar sem rætt var við forsvarsmenn álversins um legu vegarins?
2) Hvert er verðmæti þess lands sem álverið keypti af bænum?
3) Hver er áætlaður kostnaður við þá millileið sem svo er nefnd og lagt er til að verði farin?
Óskað er eftir skriflegu svari á næsta bæjarráðsfundi.