Reykjanesbraut við Straumsvík, vegstæði
Reykjanesbraut
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3526
29. ágúst, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram svar við fyrirspurn frá fulltrúa Samfylkingarinnar.
Svar

Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað:
Svör við fyrirspurnum fulltrúa Samfylkingarinnar sýna að á undanförnum fjórum árum hafa einungis verið haldnir tveir fundir með forsvarsmönnum álversins í Straumsvík vegna legu Reykjanesbrautar. Fjölmiðlar fluttu af því fréttir í júlí sl. að óvissa ríki um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar sem gerð var þegar til stóð að stækka álverið.

Hafnarfjarðarbær hefur þrýst á breikkun Reykjanesbrautar undanfarin ár og mikilvægt að huga að aðgerðum á þessum hluta vegarins til að tefja ekki fyrir framkvæmdum. Óljóst virðist hver næstu skref eru og mikilvægt að fá upplýsingar um stöðuna.
Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar eftir að málið verði sett á dagskrá bæjarráðs eins fljótt og auðið er og bæjarráðsfulltrúar verði upplýstir um stöðuna.

Adda María Jóhannsdóttir

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 197313 → skrá.is
Hnitnúmer: 10121182