Reykjanesbraut við Straumsvík, vegstæði
Reykjanesbraut
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3537
30. janúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Farið yfir stöðu málsins.
Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssvið mætir til fundarins.
Svar

Bæjarráð fagnar því að skipulags- og byggingarráð hafi samhljóða samþykkt að hafin verði vinna við breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar á núverandi vegstæði, frá Krýsuvíkurvegi að mörkum Sveitarfélagsins Voga.

Á fundi Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto á Íslandi kom fram að aðilar eru sammála um mikilvægi þess að bæta umferðaröryggi á Reykjanesbraut og munu aðilar leggja sitt af mörkum til að ljúka megi tvöföldun brautarinnar frá gatnamótunum við Krýsuvík að Hvassahrauni á fyrsta tímabili samgönguáætlunar.

Samgönguráðherra og Vegagerðin hafa lagt áherslu á, í samræmi við ný gögn, að brautin verði tvöfölduð á núverandi vegstað. Til að svo megi verða þarf að gera breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar og mun bærinn vinna þær í nánu samstarfi við fyrirtækið. Við breytingar á skipulaginu þarf um leið að treysta athafnasvæði Rio Tinto, en starfsemi fyrirtækisins er mikilvæg fyrir Hafnarfjörð.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 197313 → skrá.is
Hnitnúmer: 10121182