Hraun vestur, gjótur, deiliskipulag
Síðast Frestað á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1827
29. maí, 2019
Annað
Fyrirspurn
8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 21.maí sl. Lagðar fram á ný hugmyndir að uppbyggingu á reit sem liggur að Reykjavíkurvegi, Hjallahrauni og Helluhrauni. Lögð fram tillaga Tendru arkitekta dags. maí 2019 að deilskipulagi reits sem nær til lóða við Reykjavíkurveg 60-62 og Hjallahrauns 2-4. Jafnframt lögð fram greinargerð deiliskipulagsins dags. 16. maí 2019.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi reits sem nær til lóða við Reykjavíkurveg 60-62 og Hjallahrauns 2-4 dags. maí 2019 ásamt greinargerð dags. 16. maí 2019 og að málsmeðferð verði í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindinu er jafnframt vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Ingi Tómasson tekur til máls.

Einnig tekur til máls Ágúst Bjarni Garðarsson. Til andsvars kemur Jón Ingi Hákonarson. Ágúst Bjarni svarar andsvari og kemur Jón Ingi til andsvars öðru sinni. Ágúst Bjarni svarar andsvari öðru sinni. Jón Ingi kemur að stuttri athugasemd sem og Ágúst Bjarni. Einnig til andsvars kemur Friðþjófur Helgi Karlsson. Þá kemur til andsvars Sigurður Þ. Ragnarsson. Ágúst Bjarni svarar andsvari. Sigurður kemur þá til andsvars öðru sinni sem Ágúst Bjarni svarar öðru sinni.

Þá tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir.

Einnig tekur til máls Árni Rúnar Þorvaldsson. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson og Árni Rúnar svarar andsvari. Ágúst Bjarni kemur til andsvars öðru sinni sem Árni Rúnar svarar einnig öðru sinni.

Þá tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson.

Einnig tekur Ingi Tómasson til máls.

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.