Hraun vestur, gjótur, deiliskipulag
Síðast Frestað á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3552
16. júlí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram til samþykktar samkomulag um þróun og uppbyggingu við Hraunbyggð ehf vegna lóðanna Hjallahrauns 2 og 4, 4a og Reykjavíkurveg 60 og 62.
Svar

Áheyrnafulltrúi Viðreisnar leggur fram eftirfarandi tillögu: Viðreisn óskar eftir því að málinu verði vísað til skipulags og byggingaráðs til faglegrar umfjöllunar.

Fulltrúi Samfylkingar greiðir atkvæði með tilögunni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra greiðir atkvæði gegn tillögunni. Fulltrúi Miðflokksins situr hjá.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi samkomulag um þróun og uppbyggingu við Hraunbyggð ehf. vegna lóðanna Hjallahrauns 2 og 4, 4a og Reykjarvíkurveg 60 og 62. Fulltrúi Samfylkingar situr hjá.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra leggja fram eftirfarandi bókun: Samningsmarkmiðin voru samþykkt í bæjarráði 17. janúar 2019 eftir ítarlegan og faglegan undirbúning. Samningurinn sem nú hefur verið samþykktur er í fullu samræmi við þau markmið sem þar koma fram.

Áheyrnafulltrúi Viðreisnar leggur fram eftirfarandi bókun: Fulltrúi Viðreisnar mótmælir harðlega vinnubrögðum meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðismanna í málinu. Samkomulag þetta innifelur þætti sem ekki hafa fengið faglega umfjöllun skipulags og byggingaráðs eins og upptöku innviðagjalds, einnig er fyrirhugað að víkja frá ríkjandi gjaldskrá en gatnagerðagjald er það sama óháð húsagerð. Margt er óljóst í þessu samkomulagi eins og staðsetning grunnskóla, leikskóla og grænna svæða, einnig á eftir að kostnaðarmeta framkvæmdir bæjarins en slíkt kostnaðarmat er lykilatriði þegar að samningum um innviðagjald . Þetta samkomulag fjallar með beinum hætti um gerð deiliskipulags og á því heima í skipulags og byggingaráði.

Fulltrúi Samfylkingar leggur fram eftirfarandi bókun: Þrátt fyrir að styðja hugmyndir um þéttingu byggðar við Hraunin hafa fulltrúar Samfylkingarinnar ekki stutt það deiliskipulag sem samkomulag þetta byggir á. Undirrituð situr því hjá við afgreiðslu samkomulagsins.