Hraun vestur, gjótur, deiliskipulag
Síðast Frestað á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 684
24. september, 2019
Annað
Svar

4. 1903199 - Hraun vestur, gjótur, deiliskipulagTekið fyrir að nýju tillögur að uppbyggingu á reit sem liggur að Reykjavíkurvegi, Hjallahrauni og Helluhrauni. Tillaga Tendru arkitekta dags. maí 2019 að deilskipulagi reits sem nær til lóða við Reykjavíkurveg 60-62 og Hjallahrauns 2-4 var lögð fram á fundi ráðsins þann 21.5.2019 auk greinargerðar deiliskipulagsins dags. 16. maí 2019. Samþykkt var að málsmeðferð yrði í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindinu var jafnframt vísað til staðfestingar í bæjarstjórn. 29.5.2019 staðfesti bæjarstjórn samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs. Tillagan var auglýst frá 4. júlí með framlengdum athugasemdafresti til 1. sept. Athugasemdir bárust frá 6 aðilum. Athugasemdafrestur var framlengdur til 23.9.2019 og bréf þess efnis sent til hagsmunaaðila. Framkomnar athugasemdir kynntar ásamt drögum að umsögn. Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að gera umsögn vegna framkominna athugasemda við tillögur að uppbyggingu á reit sem liggur að Reykjavíkurvegi, Hjallahrauni og Helluhrauni.