Samningur við lóðarhafa vegna uppbyggingar er í vinnslu og verður lagður fyrir bæjarráð.
Fulltrúi Viðreisnar bókar: Það er undarlegt að samningur við lóðarhafa hafi ekki verið frágenginn þegar deiliskipulag var samþykkt í bæjarstjórn. Það er ekki góð samningatækni að afhenda mótaðila fyrst þá hagsmuni sem hann sækist eftir og ætla svo að semja eftirá um hagsmuni bæjarins. Viðreisn skorar á meirihlutann að tryggja samningsmarkmið bæjarins áður en endanlega verður gengið frá afgreiðslu skipulagsins.
Meirihluti skipulags- og byggingarráðs bókar eftirfarandi:
Samningsmarkmið fyrir hverfið voru kynnt í bæjarráði áður en þau voru svo samþykkt þar formlega þann 17. janúar 2019. Fyrir liggur deiliskipulagstillaga fyrir reitinn. Meirihlutinn lítur svo á að með samþykkt samningsmarkmiða í bæjarráði þann 17. janúar hafi hagsmunir bæjarfélagsins verið tryggðir. Þegar og ef nýtt deiliskipulag vegna viðkomandi svæðis verður staðfest mun Hafnarfjarðarbær gefa út nýja lóðarleigusamninga fyrir lóðir á viðkomandi deiliskipulagsreit. Í lóðarleigusamningum verða skilgreind lóðarmörk, starfsemi sem heimilað er að vera með á lóðinni, lóðarleiga o.fl. Lóðarleigusamningar verði til 75 ára. Allir lóðarhafar viðkomandi lóðar þurfa að samþykkja breytta nýtingu viðkomandi lóðar og undirrita samninginn.