Miðbær, deiliskipulag, starfshópur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3534
5. desember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Fulltrúi Samfylkingar leggur fram eftirfarandi fyrirspurnir: 2. Starfshópur um skipulag miðbæjarins 1) Hvað hefur starfshópurinn hist oft frá því hann hóf störf og hvað er áætlað að hópurinn hittist oft þar til hann hefur lokið störfum? 2) Hver er áætlaður heildarkostnaður vegna starfshópsins, vegna a) funda og b) mögulegs annars kostnaðar? 3) Hver var kostnaðurinn við a) gerð tillagna arkitektastofa að miðbæ Hafnarfjarðar og b) úttekt á tillögunum? 4) Í erindisbréfi starfshópsins segir að hlutverk hans sé að koma með tillögur að aðferðarfræði við áframhaldandi vinnu við skipulag miðbæjarins. Hefur hlutverki starfshópsins verið breytt? Ef svo er, hvar var sú breyting samþykkt?
Svar

Adda María Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlögð svör. Þau sýna að kostnaður við starfshópinn er töluvert meiri en upphaflega var áætlað. Samkvæmt erindisbréfi sem samþykkt var í bæjarráði þann 13. mars sl. var samþykkt fjárheimild upp á 900.000 en nú er fyrirséð að kostnaður hópsins verði rúmlega 2,5 m.kr. að viðbættum um 150 þúsund kr. vegna íbúafunda. Upphaflega var einnig áætlað að hópurinn skilaði niðurstöðum um miðjan júní en nú er ljóst að lokaskýrslu verði ekki skilað fyrir áramót.

Ágúst Bjarni Garðarsson bókar eftirfarandi:
Líkt og fram kemur í svari við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar hefur starfshópurinn sótt um sérstaka heimild fyrir fjölgun funda í hvert skipti eftir þörfum. Það hefur verið samþykkt af öllum fulltrúum og þ.á.m. fulltrúa Samfylkingarinnar. Starfshópnum þótti nauðsynlegt að eiga gott samtal við íbúa í sínu ferli og er það ástæða aukins kostnaðar og fjölgun funda.