Adda María Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlögð svör. Þau sýna að kostnaður við starfshópinn er töluvert meiri en upphaflega var áætlað. Samkvæmt erindisbréfi sem samþykkt var í bæjarráði þann 13. mars sl. var samþykkt fjárheimild upp á 900.000 en nú er fyrirséð að kostnaður hópsins verði rúmlega 2,5 m.kr. að viðbættum um 150 þúsund kr. vegna íbúafunda. Upphaflega var einnig áætlað að hópurinn skilaði niðurstöðum um miðjan júní en nú er ljóst að lokaskýrslu verði ekki skilað fyrir áramót.
Ágúst Bjarni Garðarsson bókar eftirfarandi:
Líkt og fram kemur í svari við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar hefur starfshópurinn sótt um sérstaka heimild fyrir fjölgun funda í hvert skipti eftir þörfum. Það hefur verið samþykkt af öllum fulltrúum og þ.á.m. fulltrúa Samfylkingarinnar. Starfshópnum þótti nauðsynlegt að eiga gott samtal við íbúa í sínu ferli og er það ástæða aukins kostnaðar og fjölgun funda.