Miðbær, deiliskipulag, starfshópur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1830
21. ágúst, 2019
Annað
Fyrirspurn
Skýrsla miðbæjarhóps til kynningar og umræðu. 1.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 15.ágúst sl. Starfshópurinn leggur fram drög að skýrslu hópsins.
Til fundarins mæta Kári Eiríksson og Gunnþóra Guðmundsdóttir einnig taka þátt í kynningu Ágúst Bjarni Garðarsson og Jón Ingi Hákonarson.
Bæjarráð samþykkir að drög að skýrslu frá starfshópi um skipulag miðbæjar Hafnarfjarðar fari á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar í 30 daga. Þar gefst bæjarbúum og öðrum þeim sem hagsmuna hafa að gæta, möguleiki á að senda inn athugasemdir/viðbætur við fyrirliggjandi drög. Bæjarráð samþykkir einnig að starfshópurinn haldi 2 auka fundi til að yfirfara innsendar athugasemdir/viðbætur og skili fullunnu skjali til bæjarráðs fimmtudaginn 26. september nk.
Svar

Drög að skýrslu miðbæjarhóps lögð fram til kynningar.

Til máls taka þau Ágúst Bjarni Garðarsson, Jón Ingi Hákonarson, Guðlaug Kristjánsdóttir og Adda María Jóhannsdóttir. Næst kemur Ágúst Bjarni til máls við ræðu Öddu Maríu sem Adda María svarar.

Einnig taka þeir Ingi Tómasson og Sigurður Þ. Ragnarsson til máls.