Stórhöfði, göngustígur, ábending íbúa
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 681
13. ágúst, 2019
Annað
Fyrirspurn
Áskorun íbúa, Páls Línbergs lögð fram. Skorað er á Umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar með tölvupósti 11.3.2019 að skipta um skoðun og leggja ekki nýjan reiðstíg yfir núverandi stígakerfi. Bent er á að nóg pláss er á svæðinu fyrir alla. Opið bréf, áskorun, barst 3.7.2019. "Ég skora á bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar að breyta ekki núverandi Stórhöfðastíg og öðrum hluta stígarins í kringum Stórhöfða, í þriggja metra breiða reiðveg og halda áfram að nota hann einungis í þágu göngu-, hlaupa- og hjólafólks. Og jafnframt að stöðva för fámenna hestamanna nú þegar um sjálfan Stórhöfðastíg og beina þeim frekar á þar til gerða hestavegi, ekki á almennan göngustíg, eins og nú er gert."
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að taka saman umsögn varðandi erindið.