Sérstakur húsnæðisstuðningur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1838
11. desember, 2019
Annað
Fyrirspurn
4. liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 14. október sl.
Fjölskylduráð leggur til breytingu á reglum Hafnarfjarðarkaupstaðar um sérstakan húsnæðisstuðning frá 17. október 2017. Felld verði út síðasta málsgrein 1. greinar í reglunum sem er svohljóðandi: Ekki er greiddur sérstakur húsnæðisstuðningur í félagslegu húsnæði. Sviðstjóra er falið að uppfæra reglurnar í samræmi við bókun ráðsins.
Málið er lagt fyrir fund bæjarstjórnar til staðfestingar.
Svar

Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir.

Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir og svarar Guðlaug andsvari.

Þá tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða breyttar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning.

Helga Ingólfsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun fyrir hönd bæjarstjórnar allrar:

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar staðfestir hér með breytingu á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum í Fjölskylduráði þann 14. október sl. Breytingin sem um ræðir er að síðasta málsgrein 1.gr. I kafla í reglum um sérstakan húsnæðisstuðning dags. 17.10.2017, þ.e. „Ekki er greiddur sérstakur húsnæðisstuðningur í félagslegu húsnæði Hafnarfjarðarkaupstaðar“, er felld út.

Leigjendur í félagslega húsnæðiskerfinu í Hafnarfirði munu þannig eftir þessa breytingu eiga sama rétt til sérstaks húsnæðisstuðnings og aðrir leigjendur, að uppfylltum almennum skilyrðum samkvæmt lögum um húsnæðisstuðning og reglum um sérstakar húsnæðisbætur.