Sérstakur húsnæðisstuðningur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1839
8. janúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
5.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 20.desember sl. Lagt fram minnisblað vegna fyrirspurnar Samfylkingarinnar um hækkun húsaleigu í félagslega húsnæðiskerfinu og sérstakan húsnæðisstuðning.
Lagt fram.
Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað: Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlögð svör. Ljóst er að hækkun á leigu á íbúðum í félagslega íbúðakerfinu og breyting á reglum um sérstakar húsaleigubætur hefur mjög mismunandi áhrif á leigjendur í kerfinu. Hjá stórum hluta mun greiðslubyrði lækka á meðan hún hækkar umtalsvert hjá stórum hópi leigjenda. Hjá rúmlega 32% leigjenda hækkar leigan umfram 2,5% og þar af um 10% eða meira hjá rúmlega 18% leigjenda. Í þessum tilvikum er ljóst að hækkunin mun koma mjög illa við stóran hóp fólks, hóp sem síst er í færum til þess að taka á sig miklar hækkanir. Því er rétt að minna á tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga i tenglsum við gerð lífskjarasamninga um að gjaldskrár hækki ekki umfram 2,5% á næsta ári. Samfylkingin lagðist gegn öllum gjaldskrárhækkunum umfram 2,5% við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.
Svar

Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson og leggur fram svohljóðandi bókun fyrir hönd fulltrúa Samfylkingarinnar:

Fulltrúar Samfylkingarinnar óska bókað:
Fulltrúum Samfylkingarinnar finnst óásættanlegt að framlögð svör varðandi spurningar okkar um þau áhrif sem hækkun á leigu í félagslega húsnæðiskerfinu hefur á leigjendur hafi ekki legið fyrir áður en fjárhagsáætlun fyrir 2020 var samþykkt. Það er ljóst að hækkun á leigu á íbúðum í félagslega íbúðakerfinu um 21% og breyting á reglum um sérstakan húsanæðisstuðning hefur mjög mismunandi áhrif á leigjendur í kerfinu. Hjá hópi leigjenda mun greiðslubyrði lækka á meðan hún hækkar umtalsvert hjá stórum hópi leigjenda. Hjá rúmlega 32% leigjenda hækkar leigan umfram 2,5% og þar af um 10% eða meira hjá rúmlega 18% leigjenda. Það er ljóst að hækkunin mun koma mjög illa við stóran hóp fólks í félagslega húsnæðiskerfinu, hóp sem síst er í færum til þess að taka á sig miklar hækkanir. Við minnum á skýr tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga í tenglsum við gerð lífskjarasamninga um að gjaldskrár hækki ekki umfram 2,5% á árinu 2020 svo að fjármálalegum stöðugleika sé ekki ógnað. Á þeim grunni lögðust fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn alfarið gegn öllum gjaldskrárhækkunum umfram 2,5% við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2020.

Friðþjófur Helgi Karlsson
Sigrún Sverrisdóttir

Einnig tekur til máls tekur Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur Friðþjófur Helgi Karlsson og svarar Helga andsvari. Friðþjófur Helgi kemur þá til andsvars öðru sinni og þá kemur Helga að stuttri athugasemd. Þá kemur Ágúst Bjarni til andsvars og svarar Friðþjófur Helgi andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Ágúst Bjarni og svarar Friðþjófur Helgi andsvari öðru sinni.

Þá tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur friðþjófur Helgi Karlsson.