Skólahúsnæði, mygla, athugun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1823
20. mars, 2019
Annað
Fyrirspurn
Bæjarfulltrúi Miðflokksins, Sigurður Þ. Ragnarsson ber upp svohljóðandi tillögu: Þær alvarlegu fréttir berast nú frá Reykjavík, Kópavogi og Mosfellsbæ að mygla sé að greinast í sumum skólum þessara sveitarfélaga. Greining á þeirri myglu kemur í kjölfar kvartana frá starfsmönnum og/eða forráðamönnum nemenda. Er því haldið fram að myglan ógni heilsufari einstakra starfsmanna og nemenda. Vegna þessara tíðinda er lagt til að fram fari óháð frumkvæðisrannsókn á mögulegri myglu í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðarkaupstaðar. Það er mikilvægt að Hafnarfjarðarkaupstaður hafi tiltækar upplýsingar um stöðu þessara mála í sínum skólum svo hægt sé að bregðast við ef niðurstöður staðfesta tilurð myglunnar í skólahúsnæði bæjarins. Lagt er til að tillögu þessari verði vísað til Umhverfis- og framkvæmdaráðs til gagnaöflunar og afgreiðslu.
Svar

Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að framlagðri tillögu verði vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs til gagnaöflunar og afgreiðslu.