Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna og felur bæjarstjóra að halda áfram að vinna málið í samræmi við greinargerð fjárhagsáætlunar. Mikilvægt er að rýna einstaka þætti vel og vandlega í samræmi við það sem fram kom á fundinum. Að því ber að huga við gerð samkomulags milli aðila og sem verkefni fyrir væntanlega framkvæmdanefnd. Gert er ráð fyrir að drög að samkomulag komi inn á næsta reglubundna fund bæjarráðs, þann 12. mars.
Adda María Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er miður hversu mjög hefur dregist að svara erindi Hestamannafélagsins Sörla en starfshópur um uppbyggingu á félagssvæði Sörla skilaði skýrslu sinni fyrir tæpu ári síðan, þann 12. apríl 2019. Starfshópurinn var skipaður í september 2018 í samræmi við tillögur Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) um forgangsröðun varðandi uppbyggingu á íþróttamannvirkjum. Samkvæmt minnisblaði frá formanni hópsins kemur fram að sumarið 2019 hafi verið óskað eftir því að hópurinn tæki til starfa að nýju til að yfirfara tillögur að uppbyggingu með það að markmiði að forgangsraða framkvæmdum, nýta betur innviði og leita leiða til hagræðingar. Því verkefni var lokið þann 14. október 2019. Bæði hestamannafélagið Sörli og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar hafa sent frá sér yfirlýsingar vegna seinagangs í málinu og því brýnt að taka það til efnislegrar umfjöllunar. Undirrituð fagnar því að gert séð ráð fyrir að drög að samkomulagi liggi fyrir á næsta fundi bæjarráðs. Það er mikilvægt að það komi skýrt fram að virða eigi þá forgangsröðun sem ÍBH hefur komið sér saman um.
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bókar eftirfarandi:
Rétt er að ítreka það, sem skýrt hefur komið fram, bæði á fundinum og í bókunum vegna málsins; að aldrei hefur staðið annað til en að virða greinargerð fjárhagsáætlunar 2020. Við það verður staðið.