Hestamannafélagið Sörli, framkvæmdasamningur, erindi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3610
6. október, 2022
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram framkvæmdaáætlun fyrir uppbyggingu reiðhallar Sörla. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.
Svar

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við bjóðanda í samræmi við fyrirliggjandi framkvæmdaráætlun.

Fulltrúar Samfylkingarinnar koma að svohljóðandi bókun:

Samfylkingin hefur stutt upbbyggingu á reiðhúsi Sörla og gerir áfram. Enda var það verkefni efst á forgangslista ÍBH, íþróttafélaganna í bænum,
Á hinn bóginn er verkefnið kostnaðarsamt og yfir áætlun. Fjárhagur Hafnarfjarðarbæjar er á sama tíma afar þröngur eins og nýtt árshlutauppgjör gefur skýrt til kynna, þar sem hallarekstur er 1,5 milljarðar króna. Ekki hefur verið undirbúið af meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að búa í haginn fjárhagslega til að standa undir þessari miklu fjárfestingu.
Samfylkingin styður málið.