Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við bjóðanda í samræmi við fyrirliggjandi framkvæmdaráætlun.
Fulltrúar Samfylkingarinnar koma að svohljóðandi bókun:
Samfylkingin hefur stutt upbbyggingu á reiðhúsi Sörla og gerir áfram. Enda var það verkefni efst á forgangslista ÍBH, íþróttafélaganna í bænum,
Á hinn bóginn er verkefnið kostnaðarsamt og yfir áætlun. Fjárhagur Hafnarfjarðarbæjar er á sama tíma afar þröngur eins og nýtt árshlutauppgjör gefur skýrt til kynna, þar sem hallarekstur er 1,5 milljarðar króna. Ekki hefur verið undirbúið af meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að búa í haginn fjárhagslega til að standa undir þessari miklu fjárfestingu.
Samfylkingin styður málið.