Fyrirspurn
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 08.12.2021 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi þriðja áfanga Hellnahrauns í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða endurskoðun vestur hluta deiliskipulagsins og uppfærslu austur hluta svæðisins.
Vegna breytingar á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 - 2025 heyrir svæðið til landnýtingarflokks AT3 athafnasvæðis í stað flokka B1 (AT3) og B2 (I3). Breytingin felur einnig í sér að byggingarreitir stækki, nýtingarhlutfall hækki úr 0,5 í 0,6. Hámarkshæð bygginga verði 12m í stað 8,5m, heimilað verði að sameina lóðir og að hnika til innkeyrslum skv. skilmálum. Lóðum veitustofnana fjölgi á svæðinu og gert verði ráð fyrir tveimur nýjum tengingum út úr hverfinu til suðurs. Tillagan var auglýst 14.12.2021-25.1.2022. Engar athugasemdir bárust.