Starfshópur, Krýsuvík, framtíðarnýting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3536
16. janúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð starfshóps um Krýsuvík frá 6.janúar sl. Starfshópurinn bókar og leggur til við bæjarráð: „Starfshópur um framtíðarnýtingu í Krýsuvík er einhuga um mikilvægi þess að láta framkvæma fyrirliggjandi úttekt. Möguleikar í Krýsuvík eru margþættir og er mikilvægt að greina samspil þeirra og áhrif á umhverfi og samfélagið í Hafnarfirði í víðu samhengi. Starfshópurinn óskar því eftir heimild bæjarráðs til að ganga frá samningum í samræmi við fyrirliggjandi gögn".
Lögð fram beiðni frá formanni hópsins um heimild fyrir allt að 10 fundum til viðbótar og að skil lokaskýrslu 1. júní 2020.
Svar

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Eflu verkfræðistofu vegna vinnu um framtíðarsýn um mögulega nýtingu jarðvarma í Krýsuvík.

Bæjarráð heimilar að starfshópurinn fundi allt að 10 sinnum til viðbótar og að lokaskil skýrslu verði 1. júní 2020.