Sérhæfð akstursþjónusta í Hafnarfirði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1849
10. júní, 2020
Annað
Fyrirspurn
5.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 5.júní sl. Lögð fram drög að reglum um akstursþjónustu fatlaðs fólks og eldri borgara.
Svör við spurningum frá öldungaráði vegna akstursþjónustu eldri borgara lögð fram. Sviðsstjóra falið að koma svörum til öldungaráðs.
Fjölskylduráð samþykkir reglur um akstursþjónustu eldri borgara og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
Fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar samþykkja reglur um akstursþjónustu fatlaðs fólks. Fulltrúi Samfylkingar situr hjá. Reglurnar samþykktar með fjórum atkvæðum og er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Sviðsstjóra falið að svara umsögn ráðgjafaráðsins.
Svar

Helga Ingólfsdóttir tekur til máls.

Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Helga Ingólfsdóttir kemur að andsvari öðru sinni.

Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls.

Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls öðru sinni og leggur fram svohljóðandi tillögu:

Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir því að reglum um sérhæfða akstursþjónustu verði vísað aftur til fjölskylduráðs á meðan klárað verður að svara umsögn ráðgjafaráðs fatlaðs fólks og ráðið fái svigrúm til að bregðast við þeim svörum. Að því loknu gæti það komið til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Adda María Jóhannsdóttir
Friðþjófur Helgi Karlsson

Tillagan felld með 6 atkvæðum fulltrúa meirihluta.

Bæjarstjórn staðfestir reglur um akstursþjónustu fatlaðra með 6 atkvæðum meirihluta. Fulltrúar minnihluta sitja hjá.

Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingarinnar gera athugasemd við að reglur um sérhæfða akstursþjónustu séu samþykktar áður en umsögn ráðgjafaráðs hefur verið svarað og ráðið fengið svigrúm til að bregðast við þeim svörum. Innlegg ráðgjafaráðsins í þessa vinnu er mikilvægt og eðlilegt að klára þeirra yfirferð og aðkomu að málinu áður en það er afgreitt. Undirrituð sitja því hjá við afgreiðsluna.

Adda María Jóhannsdóttir
Friðþjófur Helgi Karlsson

Sigurður Þ. Ragnarsson gerir grein fyrir atkvæði sínu.

Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

Sveitarfélaginu ber skylda til að tryggja aðgengi fatlaðs fólks að ákvörðunum um eigin hag. Til þess höfum við ráðgjafarráð fatlaðs fólks og ákvæði um að fulltrúi þess skuli sitja fundi þar sem málefni er varða fatlað fólk eru til umfjöllunar.
Undirrituð hefur áhyggjur af því að á tímum Covid lokana hafi tækifæri fatlaðra til að koma að ákvörðunum um eigin hag látið undan, sem m.a. birtist í því að umsagnarferli ráðgafarráðs virðist ekki hafa klárast í því máli sem hér um ræðir. Því situr undirrituð hjá við afgreiðslu þess.

Guðlaug S Kristjánsdóttir
bæjarfulltrúi Hafnarfjarðarbæ

Jón Ingi Hákonarson tekur til máls og kemur að svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Viðreisnar tekur undir bókun fulltrúa Bæjarlistans og furðar sig á afstöðu meirihlutans varðandi það að visa ekki málinu aftur í fjölskylduráð.

Jón Ingi Hákonarson
Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði