Fyrirspurn
2. liður á fundi skipulags- og byggingarráðs dags. 18.6.2019.
Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar - þjóðlenda, breytt mörk sveitarfélagsins og einnig fyrir nýtt deiliskipulag við Leiðarenda. Í stað þess að vinna tvær lýsingar eru þær sameinaðar í eina lýsingu í samræmi við gr. 4.2.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlögð drög að skipulagslýsingu og að málsmeðferðin verði í samræmi við 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.