Líkamsrækt bæjarstarfsmanna
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3518
9. maí, 2019
Annað
Fyrirspurn
12.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 10.apríl sl. Lagt fram erindi frá stýrihópi um heilsubæinn Hafnarfjörð þar sem lagt er til hætt verði að bjóða starfsmönnum bæjarins upp á hálfsárs kort í sundlaugar bæjarins á 1000 kr. en bjóða þess í stað öllum starfsmönnum frítt í sundlaugar bæjarins til heilsueflingar.
Fræðsluráð fagnar tillögu frá stýrihópi Heilsueflandi samfélags varðandi það að starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar fái frítt í sund til heilsueflingar. Fræðsluráð sendir málið til frekari afgreiðslu bæjarráðs.
Svar

Bæjarráð samþykkir að hætt verði að bjóða starfsmönnum upp á hálfsárs kort í sundlaugar bæjarins á 1000kr. og bjóði þess í stað starfsmönnum frítt í sundlaugar bæjarins til heilsueflingar.

Adda María Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er fagnaðarefni hversu vel er tekið í tillöguna um frítt í sund fyrir starfsfólk bæjarins og styð ég hana. Það er þó ekki hægt að láta hjá líða að minna á tillögu sem fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram við fjárhagsáætlunargerð í desember sl. um að börnum að 18 ára aldri yrði gefinn kostur á að nýta sundlaugar bæjarins sér að kostnaðarlausu, en lítið hefur spurst til hennar.

Það er trú mín að fulltrúar meirihlutans líti á heilsu og lífstíl ungmenna sem jafndýrmæta auðlind og starfsmanna sinna og samþykki einnig þá tillögu, svo við getum aukið líkamsrækt og hreyfingu ungmenna, enda sína rannsóknir að mjög dregur úr hreyfingu unglinga á aldrinum 15-17 ára. Að bjóða þeim upp á frían aðgang að sundlaugum bæjarins gæti verið góð hvatning fyrir meiri hreyfingu, og styður auk þess vel við markmið um heilsubæinn Hafnarfjörð.

Adda María Jóhannsdóttir