Fyrirspurn
Lögð fram fyrirspurn bæjarráðsfulltrúa Samfylkingar.
Á fundi bæjarráðs þann 12. mars 2020 samþykkti bæjarráð tillögu að breytingu á reglum um líkamsræktarstyrki til starfsmanna í samræmi við minnisblað frá mannauðsstjóra sem lagt var fyrir bæjarráð þann 7. nóvember 2019. Í minnisblaðinu var farið yfir þau hlunnindi/réttindi sem starfsfólki stendur til boða sem ekki eru tiltekin í kjarasamningum.
Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar eftir upplýsingum um hvort samþykktar breytingar um líkamsræktarstyrki til starfsfólks bæjarins hafi tekið gildi, þ.e. að þeir sem eru í 50% starfshlutfalli eða meira fái fullan styrk og þeir sem eru í 49% starfshlutfalli eða minna fái hálfan styrk.