Strætó bs., eigendafundir, fundargerðir
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1867
14. apríl, 2021
Annað
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 8.apríl sl. 30.eigendafundur Strætó bs. frá 1.febrúar sl.
Í samræmi við niðurstöðu eigendafundar þann 1. febrúar 2021 þar sem eigendavettvagnur Strætó samþykkir að lagt sé fyrir aðildarsveitarfélög beiðni Strætó um heimild til að sækja um yfirdráttarheimild að fjárhæð 300.000.000 kr. hjá viðskiptabanka Strætó, Arionbanka. Þetta er til að tryggja í öryggisskyni að nægt fjármagn sé til að tryggja fjárstreymi Strætó út árið 2021. Hjálagt fylgir með fjármálagreining KPMG þar sem lýst er stöðu Strætó og áhættu fólgna í því að ekki sé gripið til ráðstafana varðandi fjárstreymi Strætó. Fjármálagreiningin tekjur á áhættugreiningu sem Strætó ber að framkvæma þegar óskað er eftir slíkum lánveitingu sbr. eigendastefnu Strætó Óskað er eftir að eigendur heimili Strætó að sækja um þessa yfirdráttarheimild og afli til þessa tilskyldra heimildar hjá aðildarsveitarfélögum.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja beiðni stjórnar Strætó bs. um heimild til að sækja um heimild til að sækja um yfirdráttarheimild á reikning félagsins hjá Arion banka að fjárhæð kr. 300.000.000. Heimildin er veitt til að tryggja í öryggisskyni nægt fjármagn til fjárstreymis Strætó bs. út árið 2021.
Svar

Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson og til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.