Til máls tekur Ingi Tómasson. Einnig tekur til máls Bjarney Grendal Jóhannesdóttir. Einnig tekur til máls Helga Ingólfsdóttir og Bjarney Grendal kemur til andsvars. Helga svarar þá andsvari. Bjarney kemur þá að andsvari öðru sinni.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 10 greiddum atkvæðum en Bjarney Grendal greiðir atkvæði á móti.
Bjarney Grendal leggur fram svohljóðandi bókun:
Bæjarfulltrúi Miðflokksins harmar þessa ákvörðun umhverfis- og framkvæmdaráðs og skipulags- og byggingaráðs um synjun á því að umræddur göngustígur verði aflagður. Ég hef sjálf orðið vitni að því þegar skokkhópur kom af göngustígnum, fór yfir reiðstíginn og inn á keppnisvöll Sörla þegar mót var í gangi. Þessi göngustígur endar við reiðveg og þegar fólk reynir að stytta sér leið eða veit ekkert hvert það á að fara getur það skapað slysahættu. Þessi göngustígur er barn síns tíma enda búið að gera nýjan og fínan göngu- og hjólastíg í gegnum svæðið.
Bjarney Grendal Jóhannesdóttir fulltrúi Miðflokksins