Gráhelluhraun, göngu- og reiðstígar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1846
29. apríl, 2020
Annað
Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 7.apríl sl. Tekið fyrir að nýju erindi dags. 10.4.2019 frá Hestamannafélaginu Sörla þar sem óskað var eftir að göngustígur í Gráhelluhrauni yrði aflagður og að leiðin yrði skilgreind sem reiðleið. Umhverfis- og framkvæmdaráð synjaði erindinu 2.5.2019 á grundvelli þess að umræddur göngustígur er skv. Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2015-2030. 19.6.2019 er erindið tekið fyrir að nýju og vísaði til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs sem synjaði erindinu þann 27.8.2019 á grundvelli þess að umræddur göngustígur er skv. Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2015-2030 og gildandi deiliskipulagi.
Skipulags- og byggingarráð vísar synjun sinni frá 27.8.2019 til staðfestingar bæjarstjórnar í samræmi við úrskurð Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála nr. 44/2019.
Svar

Til máls tekur Ingi Tómasson. Einnig tekur til máls Bjarney Grendal Jóhannesdóttir. Einnig tekur til máls Helga Ingólfsdóttir og Bjarney Grendal kemur til andsvars. Helga svarar þá andsvari. Bjarney kemur þá að andsvari öðru sinni.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 10 greiddum atkvæðum en Bjarney Grendal greiðir atkvæði á móti.

Bjarney Grendal leggur fram svohljóðandi bókun:

Bæjarfulltrúi Miðflokksins harmar þessa ákvörðun umhverfis- og framkvæmdaráðs og skipulags- og byggingaráðs um synjun á því að umræddur göngustígur verði aflagður. Ég hef sjálf orðið vitni að því þegar skokkhópur kom af göngustígnum, fór yfir reiðstíginn og inn á keppnisvöll Sörla þegar mót var í gangi. Þessi göngustígur endar við reiðveg og þegar fólk reynir að stytta sér leið eða veit ekkert hvert það á að fara getur það skapað slysahættu. Þessi göngustígur er barn síns tíma enda búið að gera nýjan og fínan göngu- og hjólastíg í gegnum svæðið.
Bjarney Grendal Jóhannesdóttir fulltrúi Miðflokksins