Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu.
Fulltrúi Bæjarlistans leggur fram eftirfarandi bókun:
Beiðni hestamannafélagsins Sörla um að breyta aðalskipulagi bæjarins í þá átt að göngustígurinn í Gráhelluhrauni verði aflagður er hægt að túlka sem yfirgangssemi. Verið er að fara fram á að hagsmunir almennings víki fyrir sérhagsmunum. Hvers eiga bæjarbúar sem ekki sitja hest að gjalda? Eiga þeir ekki að eiga þess kost að njóta þeirrar náttúrufegurðar sem skógurinn á þessu svæði býður upp á? Stærsti vandinn varðandi þessa gönguleið hefur verið sá að göngustígurinn og reiðstígurinn voru ekki aðskilin fyrstu 300 metrana eða svo frá svokölluðum Flóttamannavegi og ekkert framhald var á göngustígnum er kom að svæði Sörla. Þetta stendur nú til bóta þar sem búið er að aðskilja stígana vestanmeginn og áform eru um að gera framhald á göngustígnum við svæði Sörla þannig að gangandi og hlaupandi vegfarendur geti átt greiðan möguleika á að halda áfram ferð sinni lengra en að svæði Sörla. Fulltrúi Bæjarlistans tekur hins vegar undir með forsvarsmönnum Sörla um að bæjaryfirvöld þurfi að leggja aukna áherslu á að tryggja öryggi vegfarenda með bættu skipulagi stíganna svo og með betri merkingum.